Casmara
Microneedling
Microneedling
Í meðferðinni er virku efni sem inniheldur Hyaluronic sýru og vítamínum þrýst dýpra í húðina en við höfum áður náð að gera með örfínum nálum. Þannig náum við að vinna djúpt í húðinni, örva náttúrlega endurnýjun hennar, auka myndun kollangens og elastins sem leiðir til þess að húðin verður þéttari og áferðarfallegri. Í lok meðferðarinnar er settur róandi lúxus maski og svo nærandi krem.
Árangur sést eftir eitt skipti en mælt er með að koma í 4-6 meðferðir og má aðeins endurtaka þennan kúr einu sinni á ári. Við metum hvernig best er að haga meðferðunum eftir húðgerð viðskiptavinarins og gerum meðferðar áætlun sem hentar best fyrir hvern og einn viðskiptavin. Tími á milli meðferða getur verið frá sjö og uppí fjórtán daga.
Eftir meðferðina getur húðin verið rauð og smá bólgin í einn til þrjá sólahringa, passa þarf að næra húðina vel á milli meðferða.