Líkamsmótandi fitufrysting ( Cryolipolysis )
Fitufrysting er frábrugðin öðrum fitumeðferðum án skurðaðgerða,
þar sem notuð er kæling til þess að frysta fituna og fitufrumunum eytt endanlega.
Vísindalegar rannsóknir sýna fram á að með fitufrystingu er hægt að eyða á bilinu 20-40% af fitufrumum þess svæðis sem unnið er á.
Fitufrysting er nútímaleg aðferð til að móta líkamann þar sem þú getur farið í frystingu án þess að missa dag úr vinnu.
Þau svæði líkamans sem mælt er með fitufrystingu á eru maginn, mjaðmirnar, læri og upphandleggir.
Á næstu dögum og vikum eftir meðferðina sér líkaminn um að skila út dauðum fitufrumunum og má strax sjá árangur tveim vikum eftir meðferð.
Full virkni frystingarinnar getur tekið allt að 6 mánuði.
Algengar spurningar
Hvað er fitufrysting?
Cryolipolysis er viðurkennd aðgerð víða um heim.
Notuð er tækni sem frystir ákveðin svæði, sem leiðir sem leiðir til minnkunar fitufrumna.
Árangur meðferðarinnar er að meðaltali 33% fitumissir í hverri meðferð.
Tæknin var þróuð af húðsjúkdómalæknum við Harvard háskóla sem komust að þeirri niðurstöðu að fitufrumur
kristallast við ákveðið mikið kuldastig og deyja. Meðferðin er svæðisbundin og hefur ekki áhrif á aðrar frumur,
vöðva, taugar eða húð meðferðarsvæðisins.
Virkar þetta virkilega?
JÁ – Fjölmargar vísindalegar rannsóknir styðja þessa tækni og hefur þessi meðferð fengið lof víða um heim.
Aðferðin er víða þekkt sem ein besta óskurðtæka aðferðin við að losna við fitu þar sem fitufrumum fækkar um 20-40% í hverri meðferð.
HVERNIG VIRKAR ÞETTA?
Sérstakur soghaus með kæliplötum er settur á það svæði, sem valið hefur verið til meðferðar.
Svæðið er því næst kælt í 5°, en fitufrumur eru sérstaklega viðkvæmar fyrir kulda.
Þegar fitufrumurnar kristallast og eru þar af leiðandi ekki virkar lengur, brotna þær niður.
Æðarkerfi, taugar og vöðvar á meðferðarsvæðinu eru ekki eins viðkvæm fyrir kulda
og því hefur meðferðin ekki áhrif nema á fitufrumurnar. Fitufrumurnar eyðast því, e
n aðrir hlutar líkamans verða ekki fyrir áhrifum.
HVAÐ GERIST FYRIR FITUFRUMURNAR ÞEGAR ÞÆR HAFA VERIÐ MEÐHÖNDLAÐAR?
Fitufrumur deyja og leysast upp í gegnum sogæðakerfið. Fitufrumurnar eyðast og losna úr líkamanum á sama hátt og annar úrgangur.
Svæðið sem hefur verið meðhöndlað minnkar á komandi vikum á meðan úthreinsunin er í gangi.
HVAÐ TEKUR MEÐFERÐIN LANGAN TÍMA?
Með þessari nýju tækni hefur tíminn styst verulega og tekur ekki nema 45-60 mínútur fyrir hvert svæði.
HVAÐ ÞARF ÉG MÖRG SKIPTI?
Eitt skipti er yfirleitt nóg fyrir hvert svæði.
Aðferðin að frysta fitu gerir það mögulegt að ekki þarf margar meðferðir.
Það fer hins verar eftir þykkt fitunnar og þínum markmiðum hvort meðhöndla þarf svæðið aftur, en það er ekki nauðsynlegt.
Ef þú hins vegar vilt taka sama svæði aftur þurfa að líða að minnsta kosti 60 dagar á milli meðferða.
Það er eingöngu til þess að virkni fyrri meðferðarinnar sé að fullu komin í ljós.
HVER ER ÁRANGURINN?
Vísindalegar rannsóknir á Cryolipolysis hafa sýnt fram á milli 20%40% árangur en að meðaltali um 33%.
Árangurinn ræðst af þykkt fituveggsins á hverju svæði og lífsstíl þínum eftir meðferð.
Þeir sem fara eftir ráðleggingum um eftirmeðferð ná bestum árangri.
HVENÆR FER ÉG AÐ SJÁ ÁRANGUR?
Það er einstaklingsbundið hvenær árangur fer að koma í ljós og getur það oltið á þykkt fituveggsins og lífsstíl þínum.
Breytingin verður mest á um 12 vikna tímabili sem er sá tími sem tekur að sjá hámarks árangur.
Flestir byrja þó að sjá breytingu eftir um 2 vikur en breytingin verður ekki að fullu ljós fyrr en eftir 12 vikur.
Í rannsóknunum voru 9 af hverjum 10 búnir að sjá augljósan mun eftir 12 vikur.
FINN ÉG FYRIR EINHVERJU Í MEÐFERÐINNI?
Meðferðin er fyrir flesta algjörlega sársauka laus og þægileg vegna okkar sérstöku tækni.
Soghausinn sem notaður er gefur smá skrítna tilfinningu en ekki sársauka tilfinningu.
Það er mjög líklegt að þú gleymir hausnum á meðan þú ert í meðferð. Margir sofna á meðan meðferð stendur.
Það er engin deyfing notuð í þessari meðferð.
FYRIR HVERJU FINN ÉG EFTIR MEÐFERÐINA?
Kosturinn við Cryolipolysis er að venjulega eru engar aukaverkanir.
Hægt er að mæta strax í vinnu um leið og þú ert búin. Þ
ú átt að vera í stakk búin til að gera allt sem þú gerir venjulega án óþæginda um leið og meðferð er lokið.
Það er afar sjalgjæft að vera rauður eða fá mar við meðferðina. En þó gerist það stundum.
ERU NOTAÐAR NÁLAR?
Cryotherapy er ekki inngrips meðferð það eru því engar nálar notaðar.
HVER ER MÖGULEGUR KANDÍDAT FYRIR FRYSTINGU FITU?
Cryolipolysis er sérstaklega hannað fyrir staðbundna minnkun fitufruma. Meðferðin hentar því öllum.
Meðferðin hentar vel fyrir þá sem eru með staðbundna fitu á maga, mitti, baki, mjöðmum, lærum og upphandleggjum.
Þessi svæði eru þekkt fyrir að vera vandamálasvæði er kemur að því að losna við fitu.
Þó að flestir geti farið í þessa meðferð er ekki litið á hana sem tæki til megrunar.
Fyrir okkur er mögulegur kandídat sá sem er nálægt sinni réttu kjörþyngd (BMI) en það er það fólk sem sér mestan árangur.
En meðferðin getur einnig virkað sem aukabúst fyrir þá sem eru að hefja nýjan lífsstíl.
ÞARF ÉG AÐ FYLGJA SÉRSTÖKU ÆFINGAR EÐA MATAR PRÓGRAMMI?
Engin bætiefni eða matarprógramm eru nauðsynleg og þú átt ekki að þurfa að breyta þeim venjum sem þú hefur varðandi æfingar.
Cryoliposysis kemur ekki í staðin fyrir að hugsa vel um sjálfan sig.
Þú gætir verið mótiveruð eftir meðferðina til að hugsa betur um sjálfan þig en þetta er jú fjárfesting í betra útliti.
Að blanda saman cryolipolysis og heilbrigðum lífsstíl eykur eingöngu á þann árangur sem þú munt sjá.
Ef þig vantar ráðleggingar um hvernig þú átt að bæta lífsstíl þinn getum við aðstoðað þig
við það þar sem við höfum einkaþjálfara á stofunni hjá okkur.
Eftir meðferð er ræðum við um hvað er hægt að gera til að fá sem bestan árangur t.d að auka vatnsdrykkju,
minnka notkun á koffíni og öðrum örvandi efnum til að sjá sem bestan árangur.
HVER ER AÐAL MUNURINN Á ÞESSARI MEÐFERÐ OG ÖÐRUM SAMBÆRILEGUM?
Cryolipolysis meðferð er sjáanleg og náttúruleg leið til að fækka fitufrumum
án þess að þurfa skurðaðgerð og þar af leiðandi mun hættu minni.
Munurinn á cryolipolysis og öðrum aðferðum sem nota t.d. leiser er að við eyðum fitufrumum varanlega
og meðferðin þarfnast ekki sérstakrar eftirmeðferðar.
Árangurinn er hins vegar lengur að koma í ljós en við fitusog og magaminnkun.
Fitufrysting er því áhrifarík aðferð fyrir þá sem vilja forðast skurðaðgerðir,
kostnaðinn samfara þeim og losna við langt bataferli sem fylgir aðgerðum.
ÞEGAR FITA Á EINU SVÆÐI ER MEÐHÖNDLUÐ HVAÐ GERIST FYRIR FITU Á ÖÐRUMSVÆÐUM?
Þegar fitufrumum hefur verið eytt er það varanlegt.
Þú myndar ekki nýjar fitufrumur á sama svæði og var meðhöndlað.
Það er ekki hætta á að fitufrumur færist frá einu svæði á annað.
Þær fitufrumur sem eftir eru á meðhöndlaða svæðinu geta þó alltaf stækkað ef þú lifir óheilbrigðu líferni.
HVAÐA SVÆÐI GETUM VIÐ MEÐHÖNDLAÐ?
Efri og neðri maga, upphandleggi, innri og ytri læri, ástarhöldur, mjaðmir, bak, rasspoka og brjóst karlmanna.
Ekki er hægt að meðhöndla kinnar, ökla eða ristina þar sem þessi svæði eru of fitulítil fyrir meðhöndlun.
HVAÐ KOSTAR MEÐFERÐIN?
Það er mismundandi eftir svæðum og þarf að meta þig áður en kostnaður er gefinn,
skoða hverjar þínar óskir eru varðandi fitufrystingu og mótun líkamans.
FRÍTT VIÐTAL TIL ÞESS VERÐMETA SVÆÐIN OG EF FLEIRI SVÆÐI ERU VALIN
VEITUM VIÐ AFSLÁTT FRÁ 10-20 % FLESTIR KOMA Í AÐEINS 1 SKIPTI.