RedFitroom

RedFitroom

Í upphitaða, innrauða klefanum okkar ná notendur betri árangri, skjótari bata og sparar þeim tíma með æfingum sérsniðnum þessu frábæra kerfi. Æfingar í upphituðu rými sem vinna einnig með innrautt ljós og ljóseindir geta hjálpað notendum að ná allt að helmingi betri árangri og um leið sparað þeim tíma með aukinni svitamyndun, mælanlegum árangri auk þess að þeir brenna hitaeiningum lengur eftir æfingar. Mið- og fjar innrauðir hitarar Tvíþátta kerfi klefanna gerir notendum kleift að upplifa ávinning 5 innrauðra hitara með tveimur aðgreindum bylgjulengdum, þ.e fjar- og mið. Fjar hitararnir (kol) eru staðsettir aftast, til hliðanna og á gólffleti klefans til að veita notendum alhliða og jafnari hita. Mið hitararnir (leir), eru staðsettir fremst í klefanum í því skyni að koma í veg fyrir myndun kaldra punkta og einnig til að flýta fyrir upphitun klefans. Rauð chromo ljós SaunaWellnessTM IR-PRO hefur þrjár stöðvar með rauðum chromo ljósum en þau gefa klefanum fallega lýsingu sem eykur á vellíðan notenda. Jade og Tourmaline kristallar Þessir kristallar eru hluti af kerfi klefanna en þeir magna upp áhrif innrauðu geislanna auk þess sem kristallarnir sjálfir eiga sinn þátt í ferlinu. Þessir kristallar eru einir af þeim fáu sem leiða og gefa frá sér innrauðan hita. Himalyan salt flísar Þær innihalda 84 merki frumefna sem finnast í mannslíkamanum. Salt flísar eru gagnlegar okkur þar sem þær geta hreinsað og losað okkur við neikvæðar jónir. Frumefni þeirra auka vellíðan notenda í innrauðu klefunum.

ÁGÓÐI UPPHITAÐRA ÆFINGA AÐ ÆFA Í HITA STYRKIR ÞITT EIGIÐ KÆLIKERFI

Að æfa í innrauðum hita eykur blóðflæði til húðarinnar sem á endanum kælir svo líkamann niður. Með tímanum mun notandi aðlagast og um leið vera þá móttækilegri kröfum æfinganna og mögulegra keppnisíþrótta en svitamyndun fyrr í ferlinu og aukið blóðflæði hafa hvort tveggja áhrif á það. Þetta gefur notanda forskot í hverskyns keppni eða ástundun auk þess að hann mun finna fyrir meiri afköstum á daglegum æfingum. Einnig gæti notandi fundið fyrir miklum mun og meiri þægindum yfir heitustu mánuði ársins. AÐ ÆFA Í HITA GEFUR ÁViNNING Í ÆFINGUM Í MIKILLI HÆÐ Framúrskarandi íþróttamenn hafa lýst yfir ávinningi þess að æfa í mikilli hæð. Það eru ekki margir sem vita það en æfingar í hita auka framfarir í íþróttum meira en æfingar í mikilli hæð. Árið 2010 sýndi rannsókn fram á það að líkamleg aðlögun í hituðu umhverfi eykur upptöku súrefnis við ákveðna afkastagetu, eykur glýkógen vörslu í vöðvum, dregur úr framleiðslu mjólkursýra, eykur styrk beinagrindarvöðva, eykur magn blóðvökva, styrkir hjartavöðva og bætir heilbrigði hjartans. HITAAÐLÖGUN FLÝTIR FRAMFÖRUM Á ÆFINGUM Að æfa í hita dregur úr álagi á æfingum. Þegar líkaminn bregst við auknu blóðflæði og aukinni svitamyndun verða afköst meiri í allskonar hitastigi og aðstæðum. Þetta þýðir að notandinn er líklegri til að slá persónuleg met á næstu æfingu burt séð frá hitastigi eða aðstæðum. Notandinn mun finna fyrir þessum ávinningi fljótt. Það þarf ekki nema um fimm skipti (af æfingum í miklum hita) til að finna fyrir jákvæðum breytingum þegar kemur að t.d hjartslætti og svitamyndum AÐ ÆFA Í HITA HÆKKAR ÞRÖSKULD MJÓLKURSÝRUMYNDUNAR Á meðan súrefnisupptaka og þröskuldur mjólkursýrumyndunar tekur hvort um sig lengri tíma til að breytast þá munu breytingarnar sem eiga sér stað í hjarta notanda styrkja og bæta hjarta- og æðakerfið og mun þá um leið auka getu notandans þegar kemur að erfiðum og löngum æfingum. Það er því þess virði að æfa í hita. Það bæði sparar notanda tíma og bætir árangur. AÐ ÆFA Í HITA EYKUR ANDLEGT ÚTHALD ÞEGAR KEMUR AÐ ERFIÐUM ÆFINGUM Að æfa og keppa í íþróttum krefst þess að finna þægindin í óþægindunum. Æfingar í upphituðu rými hjálpa til við andlegar breytingar og hjálpa þær heilanum og líkamanum þegar það kemur að því að þola meiri vinnu og ná meiri árangri þegar notandinn stundar æfingar. Á endanum mun þessi ,,þægilegi óþægileiki” verða til þess að geta notandans til að æfa við hærri mjólkursýruþröskuld sem mun hækka og batna með æfingum í upphituðu rými. INNRAUÐIR GEISLAR ÁSAMT HEILDRÆNNI ORKU Nýji stýranlegi ljóseindaklefinn inniheldur heildræna náttúrulega orku eða með öðrum orðum ,,hitaða ljósbylgju orku”. Þessi orka bætir vellíðan og æfingarferli notandans. Þessi samsetning orku gefur notendanum kleift að stjórna lengd og styrkleika 8 orkumöguleika: mild og örugg NIR, mið- og fjar innrauðar bylgjulengdir, umlykjandi marglita chromo ljós WL, jade kristallar, Himalayan steinefna salt flísar, O2 jónun, o3 jónir og hreint efnabætt súrefni í lúxus Red Cedar IR sána klefa. ,,Stýranlegi ljóseindaklefinn er mikilvægur fyrir persónulega vellíðan og fyrir líkamlegan bata; klefinn er uppfinning sem sparar fólki tíma og eykur framfarir í heilsusamlegum og þægilegum sána tíma” sagði Steven Daffer, hugvitsmaður klefanna.

Back to blog